Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Ný heimasíða Creditinfo

30.8.2024

Ný og uppfærð heimasíða Creditinfo hefur verið opnuð og er öllum aðgengileg á slóðinni creditinfo.is. Vefurinn hefur verið endurhannaður með notendaupplifun að leiðarljósi og skýrari aðgang einstaklinga og fyrirtækja að upplýsingum sem styðja við upplýsta ákvarðanatöku.

 

Bætt upplýsingagjöf til einstaklinga

Á nýrri heimasíðu hefur síðan verið endurhönnuð til að tryggja að einstaklingar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu sína. Greint er með ítarlegum hætti frá þeim upplýsingum sem hægt er að sækja á þjónustuvef einstaklinga, MittCreditinfo, ásamt því að svör við algengum spurningum eru aðgengilegar.

 

Fjölbreytt vöruúrval til fyrirtækja

Creditinfo hefurað geyma stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi og aðstoðar fyrirtæki daglega við upplýsta ákvarðanatöku í viðskiptum. Á nýjum vef er auðveldara að nálgast upplýsingar um fjölbreytt úrval lausna til fyrirtækja. Hvort sem um er að ræða vörurtil að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla kröfur um áreiðanleikakönnun, við öflun nýrra viðskiptavina eða áhættustýringu.

 

Hagnýtar upplýsingar

Sérfræðingar Creditinfo framkvæma reglulega fróðlegar greiningar úr gagnasafni fyrirtækisins til fróðleiks fyrir viðskiptavini og aðra áhugasama. Á nýrri heimasíðu Creditinfo er með einföldum hætti hægt að nálgast nýjustu fréttir af starfsemi fyrirtækisins auk umfjallana og greininga.

 

Einnig er auðveltað nálgast upptökur af nýjustu fræðslufundum fyrirtækisins auk nauðsynlegra upplýsinga um áskriftarleiðir og upplýsingaöryggi.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna