Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Creditinfo hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

13.10.2025

Creditinfo er á meðal 90 fyrirtækja sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafslverkefnis FKA, árið 2025.

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til níutíu fyrirtækja, tuttugu og tveggja opinberra aðila og sextán sveitarfélaga úr hópi þeirra 253 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.

Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði sérstaka hátíð sem haldin var í tilefni viðurkenningarinnar 9. október síðastliðinn og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, flutti fræðandi erindi undir heitinu „Er þetta ekki komið?“ og dómsmálaráðherra, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, flutti áhugavert og hvetjandi ávarp.

Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.