Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, hlaut í gær FKA viðurkenninguna 2025 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.
„Hrefna er nú framkvæmastjóri Creditinfo á Íslandi og er í framkvæmdastjórn Creditinfo Group, félagi sem starfar í 30 löndum, einnig formaður „Women at Creditinfo“ sem miðar að því að efla jafnrétti, styðja við starfsþróun og skapa tækifæri til tengslamyndunar fyrir allt starfsfólk.“
„Hún hefur lagt áherslu á sjálfbærni og innleitt ESG-prinsipp í fjármálaþjónustu, meðal annars með þróun lausna sem veitir upplýsingar um sjálfbærni fyrirtækja á Íslandi.“
„Hrefna hefur verið brautryðjandi á Íslandi í sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingu. Tilbúin að horfa á rekstur út frá víðara samhengi.“