Betri ákvarðanir
Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Creditinfo fær PSD2 leyfi

31.5.2024

Creditinfo hefur fengið leyfi til að miðla gögnum á grundvelli PSD2 tilskipunarinnar. Leyfið markar mikilvægan áfanga í starfsemi Credtinfo og opnar fyrir fyrirtækinu nýja og spennandi möguleika í miðlun og hagnýtingu upplýsinga til viðskiptavina fyrirtækisins.

PSD2, eða Payment Services Directive 2, er Evróputilskipun sem miðar að því að auka gagnsæi, samkeppni og nýsköpun í fjármálaþjónustu. Með PSD2 leyfi getur Creditinfo nú safnað, unnið úr og greint fjármálagögn með nýjum og betri hætti. Það gerir fyrirtækinu kleift að bjóða upp á enn nákvæmari og áreiðanlegri lausnir sem munu bæta vöruframboð til muna.

Með því að nýta PSD2 fjármálagögn í vöruframboði Creditinfo styður fyrirtækið við vegferð sína um að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýstar ákvarðanir og stuðla að auknu gagnsæi og áreiðanleika. Gögnin munu einnig gera Creditinfo kleift að þróa nýjar vörur og þjónustur sem eru betur sniðnar að þörfum viðskiptavina. Öryggi og persónuvernd hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá Creditinfo og því verða allar upplýsingar áfram meðhöndlaðar með hæstu öryggisstöðlum, í samræmi við ströngustu reglur og staðla hverju sinni.

PSD2 leyfið gerir Creditinfo einnig kleift að vera í fararbroddi á sviði nýsköpunar í fjármálaþjónustu. Viðskiptavinir Creditinfo munu fá tilkynningar um frekari vöruþróun á grundvelli PSD2 gagna þegar fram líða stundir.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna