Í 14 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Á hverju ári efnum við til viðburðar í Hörpu þar sem við fögnum með Framúrskarandi fyrirtækjum góðum árangri.
Þann 30. október verður listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki gerður opinber og af því tilefni bjóðum við til hátíðar í Hörpu.
Þar verða bæði veittar viðurkenningar og veitingar auk þess sem við bjóðum upp á skemmtilega og óhefðubundna dagskrá í Flóa á jarðhæð Hörpu.
Hátíðin hefst kl. 16:30.
Við hlökkum til að sjá þig og biðjum þig um að tilkynna þátttöku með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Nánari dagskrá verður birt síðar
„Ég er mjög ánægður með þessa vottun og þá möguleika sem hún gefur. Ég hef aldrei auglýst mitt fyrirtæki og hef engan áhuga á að vera áberandi, en það sem þetta hefur gefið mér er að fyrirtækið hefur notið talsvert meiri trúverðugleika í samskiptum við nýja viðskiptamenn og sérstaklega samningum við nýja birgja.Traust hvað varðar greiðslukjör hefur snarstyrkst við þessa viðurkenningu.Takk fyrir mig.“