Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Á hverju ári efnum við til viðburðar þar sem við fögnum með Framúrskarandi fyrirtækjum góðum árangri. 30. október 2024 héldum við viðburð í Hörpu þar sem yfir þúsund fulltrúar frá Framúrskarandi fyrirtækjum fögnuðu árangrinum.
30. október árið 2024 var listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki gerður opinber með veglegum viðburði í Hörpu. Viðurkenningar voru veittar fyrir framúrskarandi sjálfbærni auk þess sem að Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, flutti erindi en PFAFF er á meðal fárra fyrirtækja sem hefur verið Framúrskarandi frá upphafi.
Fulltrúar Framúrskarandi fyrirtækja höfðu færi á að taka ljósmynd af sér með viðurkenninguna á viðburðinum.
Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo flutti ávarp ásamt heiðursgesti viðburðarins, Margréti Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra PFAFF. Einnig voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni.
„Ég er mjög ánægður með þessa vottun og þá möguleika sem hún gefur. Ég hef aldrei auglýst mitt fyrirtæki og hef engan áhuga á að vera áberandi, en það sem þetta hefur gefið mér er að fyrirtækið hefur notið talsvert meiri trúverðugleika í samskiptum við nýja viðskiptamenn og sérstaklega samningum við nýja birgja.Traust hvað varðar greiðslukjör hefur snarstyrkst við þessa viðurkenningu.Takk fyrir mig.“