
Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Á hverju ári efnum við til viðburðar þar sem við fögnum með Framúrskarandi fyrirtækjum góðum árangri. 30. október 2025 héldum við viðburð í Laugardalshöll þar sem fjölmargir fulltrúar frá Framúrskarandi fyrirtækjum fögnuðu árangrinum.


30. október árið 2025 var listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki gerður opinber með veglegum viðburði í Hörpu. Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi opnaði viðburðin en einnig var flutt ávarp frá Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra, og Ernu Björg Sverrisdóttur aðalhagfræðingi Arion banka. Sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi sjálfbærni voru veitt en í ár hlaut Brim verðlaun fyrir framúrskarandi framtak á sviði sjálfbærni.

Fulltrúar Framúrskarandi fyrirtækja höfðu færi á að taka ljósmynd af sér með viðurkenninguna á viðburðinum.

Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo flutti ávarp ásamt heiðursgesti viðburðarins, Margréti Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra PFAFF. Einnig voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni.

Sérstakur vefur hefur verið opnaður á Vísi.is þar sem hægt er að sjá listann yfir öll Framúrskarandi fyrirtæki árið 2025. Hægt er að sjá viðtöl við fulltrúa Framúrskarandi fyrirtækja, myndbönd og annan áhugaverðan fróðleik.







