Í 14 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Við trúum því að Framúrskarandi fyrirtæki þurfi að huga að bæði nýsköpun og samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Hvatningarverðlaununum er ætlað að draga fram fyrirmyndirnar sem geta verið öðrum hvatning á þessum sviðum. Verðlaunin eru veitt á sama tíma og listinn er gerður opinber ár hvert
Þann 25. október afhendi Creditinfo Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenning fyrir rekstrarárið 2022. Sjáðu myndband frá viðburðinum og myndir.
„Það að vera framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem allir starfsmenn Steypustöðvarinnar leggja á sig alla daga fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtækið. Það er ekki sjálfgefið að vera á meðal þeirra bestu og erum við stolt af þessari viðurkenningu. Það er eftirsóknarvert að fá þessa viðurkenningu og þannig njótum við trausts meðal viðskiptavina okkar og birgja. Við leggjum því mikið upp úr því að uppfylla öll skilyrði þess að vera framúrskarandi fyrirtæki og Steypustöðin hefur nýtt vottunina í viðræðum um greiðslukjör við birgja erlendis. Vottunin stuðlar að heilbrigðu viðskiptaumhverfi og eflir þannig íslenskt viðskiptalíf til muna, þannig náum við saman árangri með viðskiptavinum okkar.“