Kaupa vottun

Fyrirtæki sem hljóta útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki geta keypt vottunina og þannig fengið leyfi til að nota hana í markaðs- og kynningarefni sínu.

Fagna með okkur

Miðvikudaginn 23. október klukkan 16.30 gleðjumst við í Eldborg Hörpu með þeim fyrirtækjum sem hlotið hafa vottunina Framúrskarandi fyrirtæki 2019.Samhliða útgáfu okkar á listanum yfir Framúrskarandi fyrirtæki veitum við verðlaun fyrir Framúrskarandi nýsköpun og Framúrskarandi samfélagsábyrgð. Tekið er við tilnefningum í flokkana tvo til og með 1. september.

Um verðlaunin

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla skilyrðin sem eru listuð hér að neðan. Einstaklingar með fyrirtækjatengsl geta nálgast upplýsingar um lánshæfismat og framkvæmdastjóra fyrirtækja sem þeir tengjast (stjórnarseta, framkvæmdastjórn eða prókúra) á mitt.creditinfo.is.


  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 og 2018
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2018, 100 milljónir króna 2017 og 90 milljónir króna 2016