Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo getur þú sótt lánshæfismatið þitt og séð hvaða þættir hafa áhrif á það.
Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.
Í greiðslumati er greiðslugeta á mánuði metin út frá tekjum, skuldbindingum og kostnaði og tekur lánveitandi ákvörðun um lánveitingu í kjölfar greiðslumats. Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati er sá að greiðslumat metur mánaðarlega greiðslugetu einstaklings á meðan lánshæfismat spáir fyrir um líkurnar á að einstaklingur fari í vanskil í náinni framtíð.
Einstaklingum stendur til boða að deila upplýsingum um greiðsluhegðun, samanber hvort reikningar sé greiddir fyrir eða eftir eindaga, en miðlun viðbótargagna getur eftir atvikum bætt lánshæfismatið.
Lánshæfismat Creditinfo flokkar einstaklinga í 15 mismunandi flokka, merktir A1-E3, eftir því hverjar líkurnar eru á að þeir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum.
A1 er besti flokkurinn en úr honum fara 1-2 af hverjum 1.000 einstaklingum inn á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum (0.1-0.2% vanskilatíðni) á meðan í þeim versta, E3 er líklegt að meirihluti allra fari í vanskil á næstu 12 mánuðum (>50% vanskilatíðni).
Munurinn milli flokka er sá að vanskilatíðni ca. tvöfaldast, t.d. á milli B3 og C1. Þannig má t.d. búast við því að 2-4 af hverjum 100 fari í vanskil á næstu 12 mánuðum af þeim sem eru í B3 (2%-4% vanskilatíðni) á meðan 4-8 af hverjum 100 fari í vanskil af þeim sem eru í C1 (4%-8% vanskilatíðni).