Hvað þýðir staðfesting á sjálfbærnigögnum?

Ef þú sérð fyrirtæki sem ber merkingu um staðfestingu á sjálfbærnigögnum frá Creditinfo þýðir það að fyrirtækið hefur farið í gegnum sjálfbærnispurningalista Creditinfo og veitt viðeigandi sjálfbærniupplýsingar í meirihluta tilfella.  

Spurningalisti Creditinfo um sjálfbærni óskar eftir upplýsingum um stefnur fyrirtækja í ýmsum málaflokkum, tölulegar upplýsingar tengdar rekstri, en einnig hvort fyrirtæki sé undir opinberri rannsókn sem geti skaðað fyrirtækið fjárhagslega, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtæki þurfa að deila nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum í a.m.k. helmingi tilfella, t.d. um:

-Losun gróðurhúsalofttegunda
-Kynjahlutföll starfsmanna
-Sjálfbærniskýrslur og önnur gögn

Þegar fyrirtæki hafa lokið við að svara spurningalista um sjálfbærni yfirfara sérfræðingar Creditinfo svörin og ganga úr skugga um að þær séu viðeigandi og uppfylli þær kröfur sem Creditinfo gerir til fyrirtækja um ábyrga upplýsingagjöf.  

Nánari upplýsingar um staðfestingu á sjálfbærnigögnum

Staðfesting á sjálfbærnigögnum sýnir hagaðilum að fyrirtæki hafi safnað saman og uppfært upplýsingar um sjálfbærniþætti. Staðfestingin eykur traust og sýnir að fyrirtæki stuðli að gagnsæi og ábyrgð í sínum rekstri.

Öll fyrirtæki í virkum rekstri geta sótt staðfestinguna með því að:

-Svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo sem eiga við þitt fyrirtæki.
-Deila nauðsynlegum upplýsingum í a.m.k. helmingi tilfella, t.d. um:
-Losun gróðurhúsalofttegunda
-Kynjahlutföll starfsmanna
-Sjálfbærniskýrslur og önnur gögn
-Kaupa leyfi til að nota merkið.

Sérfræðingar Creditinfo yfirfara sjálfbærniupplýsingarnar og tryggja gæði þeirra.


Panta staðfestingu á sjálfbærnigögnum

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.