Hvað eru Framúrskarandi fyrirtæki?

Fyrirtæki sem er með Framúrskarandi vottun hefur sýnt stöðugan rekstur í þrjú ár í röð samkvæmt ársreikningum og þeim skilyrðum sem miðað er við.

Vottunin er einnig til staðfestingar því að lánshæfiseinkunn þess sé í hæsta gæðaflokki. Þannig eru Framúrskarandi fyrirtæki líklegri til að vera traustari viðskiptavinur, birgi eða samstarfsaðili og traustari vinnuveitandi.

Framúrskarandi fyrirtæki standast ströng skilyrði Creditinfo og má segja að samkvæmt þeim séu þau vel rekin. Einnig er horft sérstaklega til fleiri þátta hjá stórum fyrirtækjum, sem þurfa að svara spurningum um sjálfbærni og eru þær upplýsingar rýndar af sérfræðingum Creditinfo.

Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Á Íslandi eru rúmlega 40.000 fyrirtæki í virkum rekstri en aðeins um 1.000 þeirra eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtækja. Það þýðir að fyrirtæki sem uppfylla skilyrði Framúrskarandi fyrirtækja eru í úrvalshópi íslenskra fyrirtækja.

Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki

Frá árinu 2009 hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa náð stöðugum árangri í rekstri yfir tíma en þau eru fjölbreytt bæði í stærð og í hvaða starsfemi þau eru. Hér fyrir neðan er hægt að finna nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki:

Er þitt fyrirtæki Framúrskarandi? Pantaðu vottun

Listi yfir Framúrskarandi fyrirtæki

Hvatningarverðlaun fyrir Framúrskarandi sjálfbærni

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.