Skilyrðin
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
 - Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti 
 - Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo 
 - Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárin 2023-2024 og að lágmarki 55 milljónir króna reikningsárið 2022
 - Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni 
 - Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK 
 - Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2022-2024 
 - Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2022-2024 
 - Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2022-2024 
 - Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárin 2023-24 og að lágmarki 110 milljónir króna reikningsárið 2022
 
Creditinfo áskilur sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af lista, svo sem vegna opinberra rannsókna sem geta haft stórfelld áhrif á fyrirtækið.