Í 16 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.
Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri.
Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
Eftir 30. október hækkar verðið í 135.000 kr +vsk
Sérstakur vefur á visir.is verður opnaður sem verður helgaður Framúrskarandi fyrirtækjum. Á vefnum verður hægt að lesa viðtöl við forsvarsmenn Framúrskarandi fyrirtækja ásamt áhugaverðum fróðleik um Framúrskarandi fyrirtæki.
Framúrskarandi fyrirtækjum býðst að bæta við sérstakri merkingu á vef Visir.is sem verður sýnilegt á forsíðu visir.is í kringum viðburðinn 30. október og svo í 12 mánuði frá því á sérvef visir.is um Framúrskarandi fyrirtæki.
Merkingin kostar aðeins 25.000 kr +vsk til viðbótar við vottunina.
Innrammað viðurkenningarskjal sem notað er sem vitnisburður um framúrskarandi árangur. Einnig kemur viðurkenningin á ensku og í tölvutæku formi.
Staðfestingarskjal um framúrskarandi árangur í rekstri. Skjalið sýnir forsendur fyrir valinu og er mikið notað í samskiptum við erlenda viðskiptavini og birgja.
Við berum saman þitt fyrirtæki við þína atvinnugrein. Í skýrslunni koma fram lykiltölur úr ársreikningum fyrirtækja. Skýrsluna er hægt að nota til að bera saman fyrirtækið við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein.
Innifalið er listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2025 sem er unninn upp úr ársreikningum síðustu þriggja ára sem notaðar eru til grundvallar niðurstöðunni. Listanum er skilað í vinnanlegu formi í Excel.
Með kaupunum fylgir merki Framúrskarandi fyrirtækja sem sett er inn á skráningu fyrirtækis á Já.is og á þjónustuvef Creditinfo, þar sem merkið er sýnilegt efst í öllum skýrslum um fyrirtækið.
Þjónustuvefurinn er mikið notaður af bæði innlendum fyrirtækjum og erlendum í tengslum við ákvarðanir um viðskipti.
„Ég er mjög ánægður með þessa vottun og þá möguleika sem hún gefur. Ég hef aldrei auglýst mitt fyrirtæki og hef engan áhuga á að vera áberandi, en það sem þetta hefur gefið mér er að fyrirtækið hefur notið talsvert meiri trúverðugleika í samskiptum við nýja viðskiptamenn og sérstaklega samningum við nýja birgja.Traust hvað varðar greiðslukjör hefur snarstyrkst við þessa viðurkenningu.Takk fyrir mig.“