Anna Lára staðgengill framkvæmdastjóra Creditinfo

Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs, hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Creditinfo.

Anna Lára hóf störf hjá félaginu árið 2008 þá sem þjónustustjóri félagsins. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. Anna Lára er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.