Nýtt starfsleyfi Creditinfo tekur gildi 1. júlí

Vegna breytinga á starfsleyfi Creditinfo er félaginu samkvæmt því ekki lengur heimilt að miðla upplýsingum af svokölluðum válista Skattsins.

Persónuvernd er að kanna lagaleg álitaefni í tengslum við umrædda skrá hjá Skattinum, óháð miðlun Creditinfo á gögnunum, og taldi þar af leiðandi ekki tímabært að fjalla um ósk Creditinfo að fá inn í nýtt starfsleyfi heimild til að miðla þessum gögnum. Skráning á válista hefur þó áfram áhrif á lánshæfismat.


Starfsleyfi Creditinfo frá Persónuvernd