Útsend bréf dagsett 10. júní s.l.

Creditinfo hafa borist athugasemdir vegna bréfa sem send voru í nafni fyrirtækisins dagsett 10. júní síðastliðinn.

Um var að ræða upplýsingagjöf vegna skráningar í gagnagrunn þar sem prentun misfórst á hluta bréfanna. Greinilegt var að bréfin voru ekki eins og þau áttu að vera, en uppfærsla á prentvélum hjá þjónustuaðila gerði að verkum að stafabil og letur var ekki í lagi.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Bréfin sem um ræðir verða endurprentuð og send aftur á viðtakendur.