Uppfært lánshæfismat einstaklinga

Creditinfo stefnir að því að gera uppfært lánshæfismat einstaklinga aðgengilegt 8. nóvember n.k.

Við heildaruppfærslu á lánshæfismatinu getur vægi einstakra þátta sem liggja til grundvallar matinu eftir atvikum minnkað eða aukist og lánshæfiseinkunn einstaklinga því breyst.

Þjónustuvefurinn Mitt Creditinfo er vettvangur einstaklinga til að sækja yfirlit og upplýsingar um sína stöðu, þar á meðal upplýsingar um áhrifaþætti í lánshæfismati. Þjónustuvefurinn hefur einnig þann tilgang að vera einföld og örugg leið til að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til Creditinfo.

Nýjungar og breytingar í nýrri uppfærslu eru þær helstar að innheimtuvaktanir hafa nú áhrif á matið á þá aðila sem eru með virkar kröfur í innheimtu. Einnig gefst einstaklingum nú kostur á, með upplýstu og sannanlegu samþykki, að miðla viðbótarupplýsingum um skuldastöðu sína til Creditinfo sem nýtt er við gerð matsins.