Persónuvernd hefur framlengt starfsleyfi Creditinfo til 15. september 2020

Persónuvernd hefur endurnýjað starfsleyfi Creditinfo til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögaðila. Starfsleyfið gildir til 15. september n.k.

Frá upphafi hafa starfsleyfi félagsins verið endurnýjuð á eins til tveggja ára fresti en eftir gildistöku nýju persónuverndarlaganna um mitt ár 2018 hefur gildistími leyfanna verið framlegndur til skamms tíma í senn. Ástæða þess er sú að enn hefur ekki verið sett reglugerð um vinnslu persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum eins og kveðið er á um í 15. gr. nýju laganna. Vænta má að ákvæði þeirrar reglugerðar taki tillit til þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á lánamarkaði með sjálfvirkni og tækniframframförum á þeim 19 árum sem liðin eru frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem enn er í gildi.