Lánshæfismat á óvissutímum

Í ljósi þeirrar óvissu sem við stöndum frammi fyrir vegna útbreiðslu COVID-19 þá munum við hjá Creditinfo gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja áframhaldandi öruggan rekstur á kerfunum okkar. Það sýnir sig á þessum tímum hversu góð þjónusta það er að geta boðið uppá stafrænar og sjálfvirkar lausnir og lykilatriði nú að þær virki vel.

Við erum til staðar og bjóðum skjóta og örugga þjónustu á þessum miklu óvissutímum. Afar mikilvægt er nú að þekkja stöðu viðskiptavina og birgja, en lausnir eins og viðskiptasafnið, lánshæfismatið og greiðsluhegðun eru vel til þess fallnar að fylgjast með áhættu. Einnig má nálgast erlendar skýrslur á þjónustuvef sem segja til um lánshæfi og fjárhagsstöðu erlendra fyrirtækja.

Ekki hika við að hafa samband við ykkar viðskiptastjóra eða senda tölvupóst á creditinfo@creditinfo.is ef við getum ráðlagt eða aðstoðað á einhvern hátt.

Lánshæfismat á óvissutímum

Áhrifin vegna COVID-19 eru bæði persónuleg og efnahagsleg og því er eðlilegt að einhverjir spyrji sig hvernig greiðslugeta fólks og fyrirtækja þróast í kjölfarið. Reynsla okkar og annarra fjárhagsstofa af óvissuástandi eins og því sem ríkir núna er að vanskil muni aukast en röðun í áhættuflokka haldi sér áfram í stórum dráttum. Það þýðir að fólk og fyrirtæki sem voru öruggir skuldarar fyrir óvissuástandið eru áfram öruggir í óvissuástandinu. Meira um hver áhrif kórónuveirunnar geta verið á lánshæfi íslenskra fyrirtækja.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með blogginu okkar. Þar munum við setja inn upplýsingar sem við teljum áhugaverðar á þessum tímum.