Veistu hvers virði þú ert?

Lánshæfismat Creditinfo býðst nú öllum að kostnaðarlausu til 28. febrúar 2015 í tengslum við samstarf okkar við Stofnun um fjármálalæsi í þáttunum „Ferð til fjár“.

Þegar þú sækir um lán þá er lánshæfi þitt og staða könnuð af lánveitanda. Hjá Creditinfo hafa einstaklingar aðgang að þessum sömu upplýsingum og geta því verið upplýstir um hvað eykur eða dregur úr möguleikum þeirra á lántöku. Þeir sem eru með gott lánshæfismat eru líklegri til að hljóta fyrirgreiðslu heldur en þeir sem eru með slæmt mat. 

Aðeins er hægt að sækja sitt eigið lánshæfismat, ekki er hægt að skoða upplýsingar um aðra. Allir sem hafa náð átján ára aldri geta skoðað lánshæfismat sitt á þjónustuvefnum. Ef þú ert ekki með aðgang að þjónustuvefnum þá geturðu sótt um aðgang og fengið lykilorð sent í heimabankann.

Sjá meira um Lánshæfismat Creditinfo