Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group

Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group frá 10% í 20%. Félagið stýrðifyrir 10% hlut í gegn um fjárfestingu sína í Credit Services Holdings ásamt fleirifjárfestum.

Actis er leiðandi fjárfestir í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku á sviðiáhættustýringar, miðlunar fjárhagsupplýsinga og stafrænna lausna. Fjárfestinginfer í að fjármagna alþjóðlegan vöxt og vöruþróun. Með þessari fjárfestingu tekurAli Mazanderani, meðeigandi hjá Actis sæti í stjórn félagsins. Sigrún RagnaÓlafsdóttir tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins á ný en hún situr einnig í stjórnCreditinfo Lánstraust hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Creditinfo Group þau ReynirGrétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson.

Creditinfo Group hefur opnað yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum frástofnun þess árið 1997. Fyrirtækið hefur með starfsemi stutt við vöxt og viðgangefnahagskerfa fjölda landa. Fjárfestingin styður við áframhaldandi vöxt CreditinfoGroup, með fjölgun starfsstöðva, auknu vöruúrvali þar sem fyrirtækið er þegarmeð starfsemi og leit að frekari tækifærum til vaxtar á nýjum mörkuðum, þarmeð talið í Afríku, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandiCreditinfo Group:

„Ákvörðun Actis um frekari fjárfestingu í Creditinfo styður við og styrkirviðskiptaáætlanir fyrirtækisins á alþjóðavísu. Við höldum áfram að útvíkka ámörkuðum þar sem tækni okkar styður við markmið viðskiptavina fyrirtækisinsum vöxt og skjóta aðlögun að aðstæðum. Við munum vinna áfram í nánusamstarfi við Actis og hlökkum til frekari vaxtar með samstarfsaðila sem deilirgildum okkar og markmiðum.