Creditinfo vottað samkvæmt ISO 27001

Creditinfo fær vottun samkvæmt alþjóðlegum staðli fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis

Creditinfo hefur fengið vottun samkvæmt ISO 27001:2013 en staðallinn snýr að virku stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Í vottuninni felst m.a. viðurkenning á verkferlum okkar og staðfesting á faglegum vinnubrögðum starfsmanna við meðferð upplýsinga. Vottunin nær til allrar starfsemi okkar og tekur m.a. til meðferðar persónuupplýsinga, reksturs upplýsingakerfa, öryggisvitundar starfsmanna og aðgengis að starfsstöðvum okkar.

Ábyrg meðferð og vinnsla upplýsinga er hornsteinninn í starfsemi Creditinfo. Aukinn áhugi og ábyrgð einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda þegar kemur að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er okkur því fagnaðarefni. Mikil samlegð hefur þannig verið með ISO innleiðingunni og tilkomu nýrrar persónuverndarlöggjafar þar sem vernd persónuupplýsinga og gagna viðskiptavina er í fyrirrúmi.

Öryggis- og persónuverndarstefnur Creditinfo eru aðgengilegar á vef ásamt upplýsingum um meðferð persónuupplýsinga.