Ný þjónusta á Mitt Creditinfo

Við höfum stóraukið þjónustu okkar við einstaklinga sem eru með tengingar við fyrirtæki samkvæmt hlutafélagaskrá. Nú geta þeir auðveldlega nálgast upplýsingar um öll þau fyrirtæki sem þeir tengjast.

Þær upplýsingar sem hægt er að skoða eru: 

 

  • Lánshæfismat og skuldastöðu fyrirtækjanna 

  • Eignarhald fyrirtækjanna samkvæmt skrám Creditinfo 

  • Upplýsingar um uppflettingar og vaktanir 

  • Upplýsingar um stöðu fyrirtækjanna á vanskilaskrá