GDPR er að koma

Í nýrri persónuverndarlöggjöf sem mun taka gildi hér á landi næsta vor er lögð meiri áhersla en áður á ábyrgð fyrirtækja og réttindi einstaklinga þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga. Mjög mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir séu í stakk búin við að standast kröfur hinnar nýju löggjafar og aðlagi starfsemi sína að breyttum reglum.

Creditinfo starfar samkvæmt starfsleyfi frá Persónuvernd og hefur ávallt starfað eftir ströngum reglum um meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo vinnur nú að innleiðingu á nýju reglugerðinni bæði hérlendis og erlendis og hefur evrópska lögfræðifyrirtækið Field Fisher verið fengið til ráðgjafar.