Breyting á skilyrði um eignastöðu fyrir árið 2016

Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og birt lista yfir þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Frá upphafi, eða síðastliðin sjö ár, hefur verið miðað við að eignir þurfi að hafa numið minnst 80 milljónum króna þrjú ár í röð. Vegna þróunar verðlags höfum við hækkað þessa upphæð í 90 milljónir króna fyrir síðasta ár.

Eignir félaga þurfa því að hafa verið yfir 90 milljónir króna fyrir rekstrarárið 2016 en til að gæta sanngirni þá er lágmarkið 80 milljónir árin tvö á undan.

Á síðasta ári fengu 629 fyrirtæki viðurkenningu, um 1,7% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi árið 2016. Meginmarkmið Creditinfo með þessari greiningu er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi hér á landi. Viðurkenningin hefur fest sig í sessi á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Það telst eftirsóknarvert að komast á lista framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts bæði meðal fyrirtækja, viðskiptavina og fjárfesta. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

Til að geta talist Framúrskarandi þarf að uppfylla eftirfarandi:

  • Vera í lánshæfisflokki 1-3
  • Skila ársreikningi fyrir 1. september
  • Vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri sé skráður í hlutafélagaskrá

Einnig þurfa síðustu þrjú rekstrarár að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Rekstrarhagnaður (EBIT)
  • Jákvæð ársniðurstaða
  • 20% eða meira í eiginfjárhlutfall
  • Eignir yfir 90 milljónir 2016, 80 milljónir 2015 og 2014

Meiri upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki