Skemmtileg störf fyrir framúrskarandi fólk

Creditinfo auglýsir eftir vöru og verkefnastjóra og sérfræðingum í gagnavinnslu og sölu. Umsókn ásamt ferilskrá skal send á atvinna@creditinfo.is merkt því starfi sem sótt er um. Umsóknarfrestur er til og með 25.mars 2017.

Vöru og verkefnastjóri
Við leitum að kraftmiklum aðila til þess leiða okkar mikilvægustu vöruþróunarverkefni, sem eru grundvöllurinn að metnaðarfullum vexti fyrirtækisins. Starfið felur í sér náið samstarf við okkar stærstu viðskiptavini, krefst skilnings á þörfum þeirra og hvernig hægt er að uppfylla þær tæknilega.
Vöru- og verkefnastjórar bera ábyrgð á allri vöruþróunCreditinfo, þ.m.t. framtíðarsýn, forgangsröðun, kröfugerð og verkefnastýringu.

Hæfniskröfur:

Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eðatölvunarfræði
• Góðir samskiptahæfileikar, sjálfstraust og frumkvæði
• Reynsla af vöru- eða verkefnastýringu í upplýsingatæknier mikill kostur
• Þekking á fjármála- eða tryggingastarfsemi er kostur


Nánari upplýsingar veitir Ingvar S. Birgisson, forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar, ingvar@creditinfo.is

Sérfræðingur í gagnavinnslu
Við leitum að einstaklingi með góða greiningarfærni til þess að koma inn í gagnavinnsluteymið okkar. Gögnin eru grundvöllur starfseminnar og okkar helsta ástríða.
Viðkomandi mun sinna gagnavinnslu tengdum fjölmiðla- og fjárhagsupplýsingum.

Hæfniskröfur:

• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Mikill áhugi á gögnum og gagnavinnslu
• Skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Kraftur og vilji til að gera sífellt betur

Nánari upplýsingar veitir Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður Þjónustu- og lögfræðisviðs, laufey@creditinfo.is

Sérfræðingur í sölu og þjónustu
Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á sölumennsku.
Helstu verkefni eru sala og þjónusta til smærri viðskiptavina. Starfsmaður mun skipuleggja söluherferðir og taka þátt í mótun á söluferlum Creditinfo.

Hæfniskröfur:

• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Metnaður og vilji til þess að ná markmiðum
• Reynsla af sölustörfum er kostur


Nánari upplýsingar veitir Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður Þjónustu- og lögfræðisviðs, laufey@creditinfo.is