Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Miðvikudaginn 25.janúar kl 16:30 mun Creditinfo tilkynna hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016 á glæsilegri athöfn á Hilton Nordica.

624 fyrirtæki hljóta viðurkenninguna í ár sem er um 1,7% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti og eru því afar verðmæt fyrir hluthafa og samfélagið í heild sinni.

Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja,  Samorka  og Samtök iðnaðarins.

Dagskráin

  • Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo flytur erindi
  • Tómas Andrés Tómasson, framkvæmdastjóri Hamborgarabúllu Tómasar flytur erindi
  • Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra afhendir sérstakar viðurkenningar

Sérstakar viðurkenningar

Hástökkvari á listanum
Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem fer upp um flest sæti á listanum milli ára m.t.t. ársniðurstöðu.

Yngsta fyrirtækið í erfiðasta atvinnugeiranum
Viðurkenningin er veitt fyrirtæki sem hefur náð skjótum og góðum árangri í erfiðri atvinnugrein. Við viljum vekja athygli á því sem vel er gert og hvernig það er gert, í geira sem hefur reynst mörgum þungur.

Nýsköpun í rótgrónu fyrirtæki
Viðurkenningin er veitt rótgrónu fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr í nýsköpun. Nýsköpun er mikilvæg fyrir vöxt og framþróun allra fyrirtækja og atvinnugeira á Íslandi. Dómnefnd fyrir þessa viðurkenningu var skipuð af fulltrúum allra aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins (SI, SVÞ, SFF, SFS, Samorku og SAF).

Um Framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja síðan 2010. Greining þessi og listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki stuðlar að frekari þekkingu um viðskiptaumhverfið hérlendis. Aukið gegnsæi og þekking á starfsemi fyrirtækja eykur traust og orðspor þeirra fyrirtækja sem standa sig vel og verður jafnframt öðrum hvatning til að gera betur.

Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir því að vera Framúrskarandi fyrirtæki