Breyting á birtingum frá UMS

Umboðsmaður skuldara (UMS) hætti nýverið birtingu tiltekinna upplýsinga sem þar af leiðandi hefur áhrif á skráningu þeirra hjá Creditinfo.

Um er að ræða neðangreindar upplýsingar frá UMS sem ekki eru lengur birtar í Lögbirtingablaðinu og þær eru því ekki skráðar í gögnum hjá okkur:
 
Lok tímabundinnar frestunar greiðslna
Samningi um greiðsluaðlögun hafnað
Staðfestur samningur um greiðsluaðlögun
Umsókn um greiðsluaðlögun afturkölluð
Umsókn um greiðsluaðlögun samþykkt
Hins vegar auglýsir UMS enn:
Innköllun A og B vegna greiðsluaðlögunar
Þær upplýsingar er því enn að finna í gögnum Creditinfo

Með kveðju.
Starfsfólk Creditinfo