Framúrskarandi fyrirtæki skila framúrskarandi ársreikningi, á réttum tíma

Við höfum hafið úrvinnslu gagna fyrir Framúrskarandi fyrirtæki 2016 en í ár þurftu fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi í síðasta lagi 31. ágúst vegna uppgjörsárs 2015, í takt við skilareglur RSK.

Undanfarin 7 ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki hafa náð stöðugum framúrskarandi árangri í rekstri. Síðast komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagsskrá.
 
Við höfum hafið úrvinnslu gagna fyrir Framúrskarandi fyrirtæki 2016 en í ár þurftu fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi í síðasta lagi 31. ágúst vegna uppgjörsárs 2015, í takt við skilareglur RSK. 
 
Fjöldi fyrirtækja sem skila ársreikningi fyrir 1. september hefur aukist um 4% á milli ára sem er  jákvæð þróun en þó er langt í land þar sem aðeins 31% fyrirtækja skilar ársreikningi innan tilskilins tíma.