Nýir stjórnendur hjá Creditinfo

Anna Lára Sig­urðardótt­ir og Dagný Dögg Frank­líns­dótt­ir eru nýir stjórn­end­ur hjá Cred­it­in­fo. Anna Lára hef­ur verið ráðin for­stöðumaður fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs Cred­it­in­fo en Dagný for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Creditinfo og eru nýir stjórnendur góð viðbót við þann framúrskarandi hóp sem fyrir er.

Anna Lára Sigurðardóttir er forstöðumaður Fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo. Anna hóf störf hjá félaginu árið 2008 þá sem þjónustustjóri félagsins. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. Anna Lára er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Dagný Dögg Franklínsdóttir er forstöðumaður Viðskiptastýringar Creditinfo. Dagný hóf störf hjá félaginu árið 2013 sem viðskiptastjóri. Áður starfaði hún sem sérfræðingur  á Alþjóðasviði Valitor og sem viðskiptastjóri hjá Be in Retail Scandinavia AB í Svíðþjóð. Dagný er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í samskiptafræðum frá Háskólanum í Gautaborg.

Nánar um stjórnendur