Creditinfo Global Forum

Creditinfo Global Forum var haldið í Istanbul, Tyrklandi, helgina 16.-18. september.

Þar komu saman 175 fjármálasérfræðingar og fulltrúar lánastofnana frá 57 löndum. Á meðal ráðstefnugesta voru fulltrúar seðlabanka, viðskiptabanka, kreditkortafyrirtækja, lánshæfismatsfyrirtækja og eftirlitsaðila. Ræðumenn voru frá fyrirtækjum í fremstu röð á sínu sviði eins og PayPal, PEFINDO Credit Bureau, Crossword Cybersecurity og CIFAS.

Meginþema ráðstefnunnar var Gagnagnótt (e. Big Data) sem var skipt upp í fjóra hluta:

• Fólk og ferli
• Gagnagnótt fyrir ákvarðanir
• Aðgengi að fjármagni – til hverra á að leita?
• Lánveitingar

Paul Randall, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo International og formaður Creditinfo Global Forum 2015, nefndi sérstaklega að „áhugi og samskipti þátttakenda hefðu verið lykillinn að því hve vel tókst til“.

Reynir Grétarsson, eigandi og forstjóri Creditinfo Group hf, sagði lykillinn að allri umfjöllun um gagnagnótt sé traust þar sem verið sé að vinna með viðkvæmar upplýsingar. Reynir hafði orð á því að því meiri gögnum sem aflað sé um einstaklinga og fyrirtæki, því auðveldari verði aðgangur þeirra að fjármagni sem aftur auki hagvöxt og bæti lífskjör.

Ráðstefnan endaði á jákvæðum nótum með hvatningu til þátttakenda um að halda áfram að vinna náið með Creditinfo í því að bæta lánstraust um allan heim. Nú þegar er farið að huga að næstu ráðstefnu í september 2017. Þá fagnar Creditinfo einnig 20 ára afmæli sínu og við vonum að sem flest íslensk fyrirtæki komi með okkur en þau sem komu með í ár voru afar ánægð með ráðstefnuna.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna