1. Aðili er settur á vakt

Þegar nýr aðili er tekin í viðskipti þá metur þú stöðu viðkomandi og setur svo á vakt

2. Við látum þig vita

Ef breyting verður á lánshæfiseinkunn viðskiptavinar eða viðkomandi fer á vanskilaskrá þá látum við þig vita

3. Greindu áhættuna

Inn á þjónustvefnum getur þú skoðað stöðu viðskiptavinar og fengið greiningu á áhættu í viðskiptasafninu þínu


Notkun viðskiptamannavaktarinnar

Opna alla

Mælaborð viðskiptamannavaktarinnar

  • Fyrst skal velja Viðskiptasafn (1) vinstra megin á síðunni og því næst Viðskiptamannavakt (2) úr valmyndinni efst en þá ætti mælaborð fyrir vaktina þína að birtast.
  • Efst á mælaborðinu (3) er yfirlit yfir kennitölur á vakt, fjölda og upplýsingar um síðustu tilkynningar. Kökuritin sýna svo hvernig safnið skiptist upp eftir lánshæfismati og alvarleikaflokki vanskila.

Tilkynningar frá vaktinni inn á þjónustuvefnum

  • Birt er yfirlit yfir allar tilkynningar (4) sem vaktin skilar, það er breytingar á VOG vanskilaskrá eða lánshæfismati.
  • Hægt er að skipta á milli þess að skoða tilkynningar um breytingar eða vaktóhólfið (5) , sem inniheldur lista yfir hvaða kennitölur eru í vaktinni
  • Hægt er að leita (6) eftir einstaka kennitölu til að sjá aðeins tilkynningar henni tengdar.
  • Í boði er að sækja vaktayfirlitið sem Excel skrá (7).

Tilkynningar frá vaktinni í tölvupósti

Notandi fær tilkynningu í tölvupósti þegar breytingar hafa orðið í viðskiptamannavaktinni. Tölvupósturinn inniheldur engar persónuupplýsingar, heldur þarf að fara inn á þjónustuvefinn til að skoða breytingarnar.

Að uppfæra vaktina

Efst á síðunni fyrir Viðskiptamannavaktina er hnappurinn Uppfæra og sé hann valinn er hægt að velja milli þess að slá inn kennitölur eða nota excel skjal til að uppfæra margar kennitölur í einu.

Að bæta við aðilum á vaktina

Hægt er að slá inn stakar kennitölur til að bæta þeim á vaktina, eða allt að 100 talsins í einu með því að hafa kommu á milli þeirra, dæmi xxxxxx-xxxx, xxxxxx-xxxx.

Hægt er að hlaða inn excel skrá með þeim kennitölum sem á að vakta. Mikilvægt er að velja Eyða fyrri kennitölum ef ætlunin er að uppfæra vaktina. Vaktin tekur þá inn nýja aðila og fjarlægir þá sem eru ekki með opin viðskipti. Saga viðskiptamanna sem hafa verið fjarlægðir úr vaktinni er þó áfram aðgengileg í tilkynningunum.

Að fjarlægja aðila af vaktinni

Á síðu Viðskiptamannavaktarinnar er hægt að skipta á milli flipanna Tilkynningar og Vakthólf. Vakthólfið birtir yfirlit yfir allar kennitölur sem eru á vaktinni og þar er jafnframt hægt að fjarlægja kennitölur úr vaktinni.

Greindu stöðuna í viðskiptasafninu þínu

Fáðu yfirsýn yfir viðskiptasafnið þitt á einum stað á síðunni Safnið og sjáðu upplýsingar um lánshæfismat, vanskil og greiðsluhegðun þeirra aðila sem þú átt í viðskiptum við. Hægt er að afmarka listann, til dæmis skoða sérstaklega aðila í tilteknum lánshæfisflokkum, og fá gögnin á Excel-sniði.

Notkun safnsins

Opna alla

Listinn afmarkaður

Á síðunni Safnið sérðu lista yfir þá aðila sem eru í safninu þínu, ásamt upplýsingum úr vaktinni og gögnum um greiðsluhegðun ef þú ert að miðla þeim. Bláa bjallan lengst til vinstri segir til um hvort aðili sé í vaktinni, en hún er grá ef viðkomandi er ekki hluti af henni.

Veljið Afmarka hnappinn sem er fyrir ofan listann á síðunni til að vinna frekar með hann eins og hentar. Hægt er að taka niðurstöðurnar út í Excel.

Greiðsluhegðun

Fyrirtækjum býðst að miðla greiðsluhegðunarupplýsingum sínum inn í viðskiptasafnið og fá þannig enn betri yfirsýn yfir viðskiptasafnið sitt, út frá stöðu viðskiptavina sem þú vaktar, greiðsluhegðun þeirra og útistandandi kröfum.

Hafir þú áhuga á að miðla greiðsluhegðun inn í viðskiptasafnið þitt hafðu þá samband og við komum þér af stað.

Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar sendu okkur þá skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.