Betri yfirsýn með viðskiptamannavaktinni

  • Fyrirtæki sem skráir viðskiptavini sína í Viðskiptamannavaktina getur fylgst með breytingum á lánshæfiseinkunn þeirra og séð hvort þeir hafa lent í vanskilum.
  • Þegar áhætta í viðskiptasafni eykst eða minnkar berst tilkynning annars vegar með tölvupósti og hins vegar á yfirlitssíðu vaktarinnar inni á þjónustuvefnum. Í kjölfarið getur fyrirtækið brugðist við.
  • Stjórnendur fyrirtækis velja hvaða breytingum þeir vilja fylgjast með, t.a.m. breytingum á lánshæfismati, fjölgun greiðsluáskorana eða fjölgun tilkynninga um árangurslaust fjárnám.
  • Viðskiptamannavaktin felur einnig í sér greiningu á stöðu viðskiptasafnsins út frá ólíkum þáttum, svo sem lánshæfiseinkunn, atvinnuflokkum, aldri eða landshlutum.

Myndin sýnir hvernig ...

Nánar um viðskiptamannavaktina

Notkun viðskiptamannavaktarinnar

Opna alla

Mælaborð viðskiptamannavaktarinnar

  • Fyrst skal velja Vaktir (1) vinstra megin á síðunni og því næst Viðskiptamannavakt (2) úr valmyndinni efst en þá ætti mælaborð fyrir vaktina þína að birtast.
  • Efst á mælaborðinu (3) er yfirlit yfir kennitölur á vakt, fjölda og upplýsingar um síðustu tilkynningar. Kökuritin sýna svo hvernig safnið skiptist upp eftir lánshæfismati og alvarleikaflokki vanskila.

Tilkynningar frá vaktinni á þjónustuvefnum

  • Birt er yfirlit yfir allar tilkynningar (4) sem vaktin skilar, það er breytingar á VOG vanskilaskrá eða lánshæfismati.
  • Hægt er að skipta á milli þess að skoða tilkynningar um breytingar eða vaktóhólfið (5) , sem inniheldur lista yfir hvaða kennitölur eru í vaktinni
  • Hægt er að leita (6) eftir einstaka kennitölu til að sjá aðeins tilkynningar henni tengdar.
  • Í boði er að sækja vaktayfirlitið sem Excel skrá (7).

Tilkynningar frá vaktinni í tölvupósti

Notandi fær tilkynningu í tölvupósti þegar breytingar hafa orðið í viðskiptamannavaktinni. Tölvupósturinn inniheldur engar persónuupplýsingar, heldur þarf að fara inn á þjónustuvefinn til að skoða breytingarnar.

Að uppfæra vaktina

Efst á síðunni fyrir Viðskiptamannavaktina er hnappurinn Uppfæra og sé hann valinn er hægt að velja milli þess að slá inn kennitölur eða nota excel skjal til að uppfæra margar kennitölur í einu.

Að bæta við aðilum á vaktina

Hægt er að slá inn stakar kennitölur til að bæta þeim á vaktina, eða allt að 100 talsins í einu með því að hafa kommu á milli þeirra, dæmi xxxxxx-xxxx, xxxxxx-xxxx.

Hægt er að hlaða inn excel skrá með þeim kennitölum sem á að vakta. Mikilvægt er að velja Eyða fyrri kennitölum ef ætlunin er að uppfæra vaktina. Vaktin tekur þá inn nýja aðila og fjarlægir þá sem eru ekki með opin viðskipti. Saga viðskiptamanna sem hafa verið fjarlægðir úr vaktinni er þó áfram aðgengileg í tilkynningunum.

Að fjarlægja aðila af vaktinni

Á síðu Viðskiptamannavaktarinnar er hægt að skipta á milli flipanna Tilkynningar og Vakthólf. Vakthólfið birtir yfirlit yfir allar kennitölur sem eru á vaktinni og þar er jafnframt hægt að fjarlægja kennitölur úr vaktinni.

Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar sendu okkur þá skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.