Fyrir utan gríðarlegt magn af gögnum, býður vefurinn upp á ýmsa virkni eins og að taka gögn út í Excel, takmarka skýrslur við tiltekin tímabil auk þess sem notendur er látnir vita ef upplýsingar um tiltekið fyrirtæki hafa breyst frá því að þeir skoðuðu þær síðast.

Markmið

Okkar markmið er að öll framsetning upplýsinga á vefnum sé einföld og skýr til að styðja fyrirtæki sem nota vefinn á hverjum degi við ákvarðanatöku í viðskiptum. Með endurbótum á vefnum var lögð áhersl á læsileika gagna, rökrétta uppröðun þeirra og myndræna framsetningu. Einnig vildum við gera vefinn aðgengilegan fyrir notendur snjalltækja, sér í lagi fyrir spjaldtölvur.

Markhópur

Starfsfólk í fyrirtækjum sem eru með áskrift að vefnum, eins og til dæmis viðskipta- og fjármálastjórar.