Er fyrirtækið þitt framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins?

Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum.

Í samstarfi við Icelandic Startups - mun dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði nýsköpunar velja fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna ,,Framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki 2018”. Við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti.

Upplýsingar um framlög til rannsókna- og þróunarkostnaðar verða jafnframt lögð til grundvallar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem leggja almennt áherslu á nýsköpun í starfsemi sinni m.a. með skilgreindum ferlum, í skipuriti þess eða fyrirtækjamenningu með augljósum hætti.

Tilnefningunni skal fylgja

 • Nafn fyrirtækis
 • Kennitala fyrirtækis
 • Vefsíða fyrirtækis
 • Nafn þess sem tilnefnir
 • Netfang þess sem tilnefnir
 • Farsímanúmer þess sem tilnefnir

Og stuttur rökstuðningur um t.d.

 • Hvernig leggur fyrirtækið áherslu á nýsköpun?
 • Samstarf við háskóla og / eða rannsóknarstofnanir eða
 • Umfang útflutnings sem byggir á hugviti (hlutfall af veltu)
 • Framlag til rannsókna og þróunarstarfs (hlutfall af veltu)
 • Fjöldi skráðra einkaleyfa (ef við á)

Tekið er á móti tilnefningum til og með 20. október.

Sýnir fyrirtækið þitt framúrskarandi ábyrga hugsun gagnvart umhverfinu og samfélaginu?

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn.

Í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð mun dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar velja fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna ,,Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2018”. Horft verður til árangurs sem fyrirtæki hafa náð við innleiðingu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra samfélagsstefnu, hafa náð markverðum árangri, til að mynda dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, aukið kynjajafnrétti eða unnið á öðrum áskorunum samfélagsábyrgðar. Einnig verður metið hvort fyrirtæki hafa lagt sig fram um að innleiða ábyrga hugsun gagnvart umhverfinu og samfélaginu í allri menningu fyrirtækisins.

Tilnefningunni skal fylgja

 • Nafn fyrirtækis
 • Kennitala fyrirtækis
 • Vefsíða fyrirtækis
 • Nafn þess sem tilnefnir
 • Netfang þess sem tilnefnir
 • Farsímanúmer þess sem tilnefnir

Og stuttur rökstuðningur um t.d.

  • Samfélagsstefnu fyrirtækisins
  • Dæmi um árangur sem náðst hefur við innleiðingu á samfélagsábyrgð í starfsemi fyrirtækisins

Tekið er á móti tilnefningum til og með 20. október.

Nýsköpunarverðlaun

Dómnefnd skipa

 • Hjálmar Gíslason, stofnandi, framkvæmdastjóri GRID ehf.
 • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum
 • Salome Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Verðlaun fyrir samfélagslega ábyrgð

Dómnefnd skipa

 • Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Forsætisráðuneyti
 • Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hf.
 • Þorsteinn Kári Jónsson, varaformaður Festu

Samstarfsaðilar okkar

Kaupa vottun

Fyrirtæki sem hljóta útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki geta keypt vottunina og notað hana í markaðs- og kynningarefni um fyrirtækið.

Fagnaðu með okkur

Miðvikudaginn 14. nóvember gleðjumst við í Eldborg, Hörpu með þeim fyrirtækjum sem hlotið hafa viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2018.