Ráðstefna um framúrskarandi lánsviðskipti

Fundarstjóri er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Staður: Silfurbergi, Hörpu

Fögnum framúrskarandi fyrirtækjum

Miðaverð

Verð á ráðstefnuna er 18.000 kr. Framúrskarandi fyrirtækjum sem kaupa viðurkenninguna bjóðast tveir miðar á 10.000 kr.

Aðgangur að verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi fyrirtæki er ókeypis.

Mæta á viðburðinn

Sigrún Ragna Ólafsdóttir

Sigrún Ragna Ólafsdóttir er forstjóri VÍS.

Sigrún Ragna er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og Cand. Oecon frá Háskóla Íslands auk þess sem hún er löggiltur endurskoðandi. Hún er með mikla reynslu úr fjármálageiranum og hefur verið forstjóri VÍS og Lífis frá september 2011; þar á undan var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka; forstöðumaður hjá Glitni og endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte. Sigrún Ragna er varaformaður Viðskiptaráðs Íslands, situr í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins.


Fabrizio Fraboni

Fabrizio Fraboni er rekstrarstjóri hjá World Bank IFC með Austur-Evrópu og Mið-Asíu í sinni umsjá.

Fraboni hefur umsjón með Austur-Evrópu og Mið-Asíu, en hann hóf starfsferil sinn í fjármálageiranum hjá Trans Union í Chicago, en það er leiðandi lánastofnun í Bandaríkjunum. Hann var forstöðumaður alþjóðadeildar og vann að uppbyggingu fyrstu stofnunar Mexíkó sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum til að auka öryggi í lánaviðskiptum. Árið 1998 tók Fraboni við stöðu yfirmanns stefnumótunar og alþjóðlegrar starfsemi hjá CRIF Spa, sem er stór evrópsk lánastofnun. Fraboni hefur einnig leitt önnur fyrirtæki á sviði áhættustýringar og innheimtu í allnokkrum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Kína og hefur setið í stjórnum fyrirtækja víðsvegar um heim.


Brynja Baldursdóttir

Brynja er forstöðumaður viðskiptastýringar og þróun Creditinfo.

Brynja er með BS próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc próf í aðgerðagreiningu frá Georgia Institute of Technology í Atlanta, Georgia. Brynja hefur stýrt viðskiptastýringu og þróun hjá Creditinfo síðan í ágúst 2013. Hún hóf feril sinn í upplýsingatækni sem samstæðustjóri hjá Oz og starfaði um árabil hjá Símanum, meðal annars sem forstöðumaður vefdeildar og forstöðumaður sölu á einstaklingssviði. Brynja situr í stjórn Véla og verkfæra ehf. og Lífsverks lífeyrissjóðs.


Perla Ösp Ásgeirsdóttir

Perla Ösp Ásgeirsdóttir er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum.

Perla er með MSc gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún hefur m.a. sinnt eftirliti með fjármálafyrirtækjum og mörkuðum hjá Seðlabanka Íslands, annast gerð áhættulíkana fyrir íslenskan fjármálamarkað og starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.


Kristoffer Cassel

Kristoffer Cassel er varaformaður lánaþjónustusviðs hjá Klarna.

Cassel er ábyrgur fyrir þróun á lánavörum Klarna, með áherslu á áhugaverðar og sérsniðnar nýjungar. Með því að nota þróaðar tölfræðilegar aðferðir og umfangsmiklar prófanir hefur Klarna tileinkað sér „Big Data“ í daglegum rekstri. Áður en Cassel hóf störf hjá Klarna gegndi hann lykilstöðum hjá leiðandi vefverslunum um alla Evrópu og hefur átta ára reynslu af stjórnun ört vaxandi fyrirtækja sem sérhæfa sig í miðlun gagna.


Jóhannes Ásbjörnsson

Jóhannes Ásbjörnsson er sölu- og markaðsstjóri Fabrikkunnar.

Jóhannes er með BSc gráðu í viðskipum og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er vel þekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum, bæði útvarpi og sjónvarpi en hefur einnig víðtæka reynslu af markaðsstörfum, m.a. af verkefnastjórnun fyrir viðburða- og menningarmál hjá Landsbankanum. Jóhannes er einn af stofnendum Hamborgarafabrikkunnar sem notið hefur gríðarlegra vinsælda, en í dag eru veitingastaðirnir þrír auk þess sem framleidd er matvara undir merkjum Fabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo.


Höskuldur H. Ólafsson

Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.

Höskuldur útskrifaðist með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1987. Hann starfaði hjá Eimskip í 17 ár þar sem hann sinnti margvíslegum stjórnunarstörfum, þar á meðal stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Áður en hann tók við bankastjórastöðunni gegndi Höskuldur starfi forstjóra Valitors hf.. Höskuldur hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga og fyrirtækja hér á landi og erlendis. Hann er formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja og situr í stjórn Evrópsku bankasamtakanna (EBF).


Reynir Grétarsson

Reynir Grétarsson er forstjóri Creditinfo Group.

Reynir útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1997 með lögfræðigráðu og fékk réttindi til málafærslu í Héraðsdómi ári seinna. Hann er einn af stofnendum Lánstraust hf., forvera Creditinfo Group, og hefur alla tíð verið forstjóri fyrirtækisins, eða frá árinu 1997. Reynir er sérfræðingur í gagnaverndunarlögum og með reynslu í forritun og uppbyggingu gagnasafna. Hann hefur skrifað handbækur á íslensku og ensku um lánastjórnun og –umsjón, ásamt greinum um gagnavernd. Reynir var útnefndur frumkvöðull ársins á Íslandi árið 2008 og hefur verið ræðumaður á fjölmörgum ráðstefnum og námskeiðum um lánastjórnun, ýmist á Íslandi eða erlendis. Reynir hefur einnig komið að stofnun annarra fyrirtækja með starfsemi í upplýsingatækni, fjármálum og fasteignum ásamt því að sitja í stjórn nokkurra fyrirtækja.

Samstarfsaðilar okkar

creditinfo
creditinfo
creditinfo
creditinfo
creditinfo