Hlutafélagaskrá

Í hlutafélagaskrá er að finna upplýsingar um aðstandendur fyrirtækja sem eru mjög mikilvægar við mat á hluta- og einkahlutafélögum. Skráin inniheldur einnig upplýsingar um samvinnufélög (svf.), sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri (ses.) og skráð útibú erlendra félaga.


Í hlutafélagaskrá eru meðal annars upplýsingar um skipaða stjórn framkvæmdastjóra, hverjir mega rita firma, prókúruhafa, skráð hlutafé, tilgang félagsins, stofnendur félagsins, dagsetningu síðustu samþykkta, endurskoðendur / skoðunarmenn ásamt sögulegum upplýsingum úr hlutafélagaskrá.