462 framúrskarandi íslensk fyrirtæki

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo.

Umsögn viðskiptavinar

Undanfarin ár höfum við eins og mörg önnur fyrirtæki orðið vör við varkárni meðal erlendra birgja og viðskiptabanka þeirra gagnvart íslensku viðskiptalífi. Viðurkenningin Framúrskarandi fyrirtæki hefur hins vegar átt þátt í því að Yggdrasill hefur notið trausts í innkaupum erlendis frá og bætt samningsstöðu okkar. Viðurkenning Creditinfo hefur því jákvæð áhrif á rekstur, ímynd og stöðu Yggdrasils.

Oddný Anna Björnsdóttir

Framkvæmdastjóri Yggdrasill

 Oddný Anna Björnsdóttir

Viðurkenning í ramma og á vef

Fyrirtæki geta notað viðurkenninguna sér til framdráttar í markaðs- og kynningarefni. Hægt er að fá viðurkenninguna í ramma, ásamt staðfestingu á ensku, merki til að birta á vefsíðu og í markaðsefni fyrirtækisins auk merkingar hjá Creditinfo, t.d. í skýrslum.

Listi yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Hægt er að kaupa lista með ítarlegum upplýsingum um þau 462 fyrirtæki sem útnefnd hafa verið sem Framúrskarandi fyrirtæki árið 2013. Listinn er afhentur sem Excel skjal og inniheldur t.d. upplýsingar um starfsemi og rekstrarform viðkomandi fyrirtækja.

Styrkleikamat Creditinfo

Til að standast styrkleikamat Creditinfo þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi kröfur:

  • ✓ Hafa skilað ársreikningum til RSK 2010 til 2012
  • ✓ Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • ✓ Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • ✓ Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • ✓ Að eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010-2012
  • ✓ Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012
  • ✓ Að vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá
  • ✓ Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo